Meðferðarherbergi eru ónothæf

Nokkur meðferðarherbergi hafa verið lokuð vegna vatnslekans.
Nokkur meðferðarherbergi hafa verið lokuð vegna vatnslekans. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er hér mannskapur að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Stefán Yngvason, yfirlæknir á Grensásdeild, um vatnslekann sem hefur verið þar undanfarna daga.

„Meðferðarherbergi eru ekki nothæf út af þessu. Það eru nokkur herbergi það blaut. Það verður hliðrað til í húsinu og fólkið fer í önnur herbergi. Það er góð samvinna um það hérna að láta hlutina ganga.“

Að sögn Stefáns kom Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í heimsókn í morgun til að kynna sér ástandið. 

„Það er mikið á floti uppi á háalofti og það þarf að drena það vatn út. Það er frosið hér í öllum niðurfallsrörum og rennum,“ segir hann og telur að breyta þurfi hönnuninni á frárennslinu því það þoli ekki veðurlagið eins og það hafi verið að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert