Svefnhylki komin á hótelmarkaðinn

Fjölbreytnin á ferðamannamarkaðnum er sífellt að aukast. Ein af nýjustu viðbótunum eru svefnhylki að japanskri fyrirmynd á Galaxy Pod Hostel við Laugaveg. Hylkin eru líklega ekki hentug fyrir þá sem eru með innilokunarkennd en þau eru 2 m. að lengd en rúmur metri á hæð og breidd. Hafi fólk hinsvegar áhuga á upplifa svipaða stemningu og í framtíðar- eða vísindaskáldskap eru þau líklega tilvalin.

Sverrir Guðmundsson er eigandi hostelsins og hann segist hafa unnið að verkefninu undanfarin þrjú ár. Til að byrja með eru hylkin 38 en Sverrir stefnir á að fjölga þeim upp í 70 í sumar en nóttin kostar fimm þúsund krónur en 6000 krónur yfir sumartímann.

mbl.is kíkti á hylkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka