Í stórskemmtilegu myndbandi frá Trans Íslandi, félagi transfólks á Íslandi, er algengum - en misgáfulegum - spurningum um transfólk svarað af íslensku transfólki.
Hvernig ræðir maður um ferlið við foreldra sína? Hvernig stundar maður kynlíf? Afhverju varstu ekki bara gay? Spurningarnar eru margar og mismunandi en það eru svörin einnig enda eru ólíkir einstaklingar á bakvið þau öll.
Myndbandið er sannarlega áhorfsins virði enda er það allt í senn fræðandi og fyndið auk þess sem það gefur mikilvæga innsýn inn í heim transfólk og þá erfiðleika sem samfélagið býr því.