Rafmagn brátt á Skagafjörð

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Ljósmynd/RARIK

RARIK hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá stöðunni í dreifikerfi fyrirtækisins á Norðurlandi klukkan fjögur í dag en rafmagn fór víða af í landsfjórðungnum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt.

„Vinnu var að ljúka við bráðabirgðaviðgerð í Blönduhlíð og á þá að koma rafmagn á alla notendur í Skagafirði utan einnar hitaveitudælu sem Skagafjarðarveitur hafa séð um að fái afl frá díselvélum. Formið á varanlegri viðgerð verður ákveðið í fyrramálið, þ.e. hvort loftlína verður reist aftur eða hvort við reynum að leggja jarðstreng í gegnum snjóinn.

Rafmagn er komið á Kelduhverfi og að Lundi í Öxarfirði. Verið er að gera reisa staura en það kom í ljós að átta staurar voru brotnir og foknir út í veður og vind norðan Lunds. Ennþá er rafmagnslaust í Öxarfirði að Kópaskeri og á Sléttu. Verið er að vinna í að tengja díselvél sem á að sjá notendum fyrir rafmagni.

Enn er skamtað á Raufarhöfn. Verið er að flytja vél á staðinn til að vinna við hlið föstu vélarinnar á staðnum. Þótt það sé ekki beint mál RARIK þá er viðgerðarflokkur frá Landsneti lagður að stað og mun gista á Húsavík í nótt og hefja vinnu við viðgerð Kópaskerslínu í fyrramálið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka