Verður Árni Páll næst nakinn?

Glerbúrið á Alþingi.
Glerbúrið á Alþingi. Af Facebook

„Þetta er nú orðið bara næstfrægasta glerbúr landsins, eftir afrek Almars,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í gamansömum tón á facebooksíðu sinni í dag og vísar þar annars vegar til fundaherbergis í húsnæði Alþingis þar sem tveir veggirnir eru að mestu úr gleri og hins vegar til listnemans Almars Atlasonar sem eyddi viku nakinn í glerkassa.

„Er mikið að velta fyrir mér að fara þarna inn nakinn fljótlega og láta reyna á viðbrögðin. Þarf að vera heila viku?“ segir Árni Páll ennfremur og bætir síðan við í athugasemd að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hafi sagt að fylgi flokksins kallaði á að Árni færi inn í glerbúrið ekki seinna en á mánudaginn, en talsvert hefur verið rætt um slakt fylgi Samfylkingarinnar.

Þetta er nú orðið bara næst frægasta glerbúr landsins, eftir afrek Almars. Er mikið að velta fyrir mér að fara þarna inn nakinn fljótlega og láta reyna á viðbrögðin. Þarf að vera heila viku?

Posted by Árni Páll Árnason on Tuesday, December 8, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert