Hjúkrunarfræðingur sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að sjúklingur í hans umsjón lést á gjörgæsludeild Landspítalans síðla árs 2012 var í dag sýknaður af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var Landspítalinn einnig sýknaður.
Saksóknari fór fram á að Ásta Kristín Andrésdóttir yrði dæmd í fjögurra til sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna.
Dómssalurinn var þéttsetinn og fjölmargir hjúkrunarfræðingar mættu til að fylgjast með uppkvaðningu dómsins. Fagnaðarlæti brutust út er dómsorðin voru lesin og mikið klappað.
Frétt mbl.is: Skilgreindi sig sem glæpahjúkku