Sýknuð af ákæru fyrir manndráp

Ásta Kristín var umkringd vinum og vandamönnum í héraðsdómi í …
Ásta Kristín var umkringd vinum og vandamönnum í héraðsdómi í dag. mbl.is/Jón Pétur

Hjúkrunarfræðingur sem var ákærður fyrir mann­dráp af gá­leysi eft­ir að sjúk­ling­ur í hans um­sjón lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans síðla árs 2012 var í dag sýknaður af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var Landspítalinn einnig sýknaður.

Saksóknari fór fram á að Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir yrði dæmd í fjög­urra til sex mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða sakarkostnað upp á 1,2 millj­ónir króna.

Dómssalurinn var þéttsetinn og fjölmargir hjúkrunarfræðingar mættu til að fylgjast með uppkvaðningu dómsins. Fagnaðarlæti brutust út er dómsorðin voru lesin og mikið klappað.

Frétt mbl.is: Skilgreindi sig sem glæpahjúkku

Landspítalinn og hjúkrunarfræðingurinn voru sýknuð af ákæru um manndráp af …
Landspítalinn og hjúkrunarfræðingurinn voru sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. mbl.is/Ómar Óskarsson
Fólk féllst í faðma í réttarsalnum í morgun.
Fólk féllst í faðma í réttarsalnum í morgun. mbl.is/Þorsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert