Jón Pétur Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarfréttastjóri á mbl.is. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2004.
Fréttastjóri mbl.is er Sunna Ósk Logadóttir.
mbl.is var opnaður árið 1998 og er stærsti fréttavefur á Íslandi. Daglega birtast á vefnum um 200 fréttir af innlendum og erlendum vettvangi. Í síðustu viku voru notendur mbl.is rúmlega 681 þúsund talsins.
„Jón Pétur hefur verið einn helsti burðarásinn á mbl.is um langa hríð og hann hefur nú tekist á hendur aukna ábyrgð með því að taka þátt í að stýra fréttunum og vinna að enn betri þjónustu við lesendur. Sunna Ósk hefur staðið sig framúrskarandi vel sem fréttastjóri á mbl.is og nú fær hún aukinn liðsstyrk við að efla helsta fréttavef landsins enn frekar,“ sagði Haraldur Johannessen ritstjóri um breytingarnar.