Verið er að hífa bátinn Sæmund fróða upp úr gömlu höfninni í Reykjavík. Báturinn, sem er í eigu Háskóla Íslands, sökk aðfaranótt þriðjudags í óveðrinu sem gekk yfir landið.
Búið er að dæla úr bátnum og hreinsa út dót. Beðið er eftir öðrum krana sem mun ljúka við að hífa hann upp, eins og vitað var fyrirfram.
Hinn báturinn sem sökk í höfninni, Glaður, var hífður upp í gær og gekk sú framkvæmd eins og í sögu.