Umfangsmestu vegalokanir á Íslandi frá upphafi vegna óveðursins í fyrradag tókust vel að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
Meðal annars var öllum leiðum til og frá borginni lokað, en það ku ekki vera einsdæmi, að sögn G. Péturs, einnig var gripið til þess í fyrra.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, að svo umfangsmiklar lokanir séu mjög til góðs frá bæjardyrum björgunarsveita séð.