Viðgerðum lokið

Viðgerð á byggðalínuhringnum sem fór í sundur á tveimur stöðum í fyrrakvöld er lokið.

Svo segir í tilkynningu frá Landsnet þar sem fram kemur að ekkert rafmagnsleysi sé lengur frá viðskiptavinum fyrirtækisins og raforkuafhending sé að færast í eðlilegt horf eftir óveðrið í fyrra kvöld.

Í tilkynningunni segir að viðgerð sé að ljúka á Kópaskerslínu og að hún verði komin aftur í rekstur í kvöld. Þá sé viðgerð hafin á Breiðadalslínu 1 sem er í sundur í Dýrafirði þar sem 17 möstur brotnuðu vegna ísingar og vindálags í fyrrakvöld. Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík meðan á viðgerð stendur .

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert