Vonskuveður og tafir í siglingum

Helgafell hlaðið varningi.
Helgafell hlaðið varningi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrar tafir hafa orðið á siglingum skipa Eimskips og Samskipa undanfarið vegna vonskuveðurs á Norður-Atlantshafi.

Upplýsingafulltrúar fyrirtækjanna áætla að tafir sem komi fram í þessari viku og næstu nemi nú að jafnaði um hálfum öðrum sólarhring. Eimskip er með átta skip í reglubundnum siglingum til og frá Íslandi og Samskip fjögur.

Nánast engin óhöpp urðu hjá fyrirtækjunum í óveðrinu í fyrradag, að undanskildu hliði sem gaf sig hjá Samskipum í Vestmannaeyjum og að tveir tómir gámar Eimskips færðust úr stað í Sundahöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka