Adele stefnir í 3.000 eintök

Nýjasta plata Adele hefur slegið í gegn bæði hér heima …
Nýjasta plata Adele hefur slegið í gegn bæði hér heima og erlendis. AFP

Nýj­asta plata bresku söng­kon­unn­ar Adele, 25, hef­ur selst í um 1.300 ein­tök­um hér á landi. Þetta er óvenju góður ár­ang­ur því und­an­far­in ár hef­ur sala á er­lend­um geisladisk­um dreg­ist stór­lega sam­an.

„Þetta er lang­mest selda er­lenda plat­an á þessu ári, held ég,“ seg­ir Kristján Kristjáns­son í versl­un­inni Smekk­leysu. „Maður átti von á góðu en hún fer fram úr öll­um von­um. Það er líka gam­an hvað fólk á öll­um aldri er að kaupa hana, alls kon­ar týp­ur,“ seg­ir hann.

Sam­kvæmt Tón­list­an­um er 25 jafn­framt næst­sölu­hæsta plata lands­ins í dag á eft­ir nýj­ustu jóla­plötu Baggal­úts, Jóla­land.

„Maður tek­ur eft­ir því að fólk er hissa yfir því hvað hún selst rosa­lega mikið en eins og [tón­list­armaður­inn] Fat­her John Misty sagði þá vantaði bara ein­hverja plötu sem fólki lang­ar að kaupa. Þetta er glæsi­leg­ur ár­ang­ur. Við erum að tala um alla vega fimm­föld­un miðað við næstu plötu á eft­ir.“

Smekk­leysa, sem gef­ur út 25 hér á landi, hef­ur pantað eitt þúsund ein­tök til viðbót­ar af plöt­unni og að sögn Kristjáns mun hún lík­lega selj­ast í um þrjú þúsund ein­tök­um fyr­ir jól­in. Síðasta plata Adele, 21, hef­ur selst í um fjög­ur þúsund ein­tök­um hér á landi.

Með auknu streymi á tónlist telja marg­ir að geisladisk­ur­inn sé að syngja sitt síðasta. Kiddi er ekki á sama máli. „Sal­an hef­ur ekk­ert hætt. Fólk hef­ur aðallega áhyggj­ur af því að geta ekki keypt geisladisk­ana. Ég heyri mikl­ar áhyggj­ur yfir því að hitt og þetta sé ekki til, því það eru fáir staðir þar sem hægt er að kaupa þá. En það er greini­legt að eft­ir­spurn­in er al­veg enn til staðar þó að hún hafi ör­ugg­lega minnkað í gegn­um tíðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert