Hugur hjúkrunarráðs hjá Ástu

Ásta Kristín var sýknuð í héraðsdómi í gær.
Ásta Kristín var sýknuð í héraðsdómi í gær. mbl.is/Jón Pétur

Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir miklum létti yfir því að einn af hjúkrunarfræðingum ráðsins hafi verið verið sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, 9. desember.

Þetta kemur fram í ályktun sem birt hefur verið á heimasíðu Landspítalans.

Þar segir að ráðið hafi ítrekað bent á hversu ótryggt starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga vegna álags.

„Ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi og starfsmanni Landspítala var ósanngjörn þar sem um röð atvika og marg umræddan kerfisvanda var að ræða. Dómsmálið hefur breytt vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi og valdið óöryggi meðal hjúkrunarfræðinga.

Hjúkrunarráð lýsir ánægju með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vonast til að þetta erfiða mál muni auka skilning á raunverulegum vanda heilbrigðiskerfisins, leiða til umbóta og hvetja til opinnar öryggismenningar.

Hjúkrunarráð harmar að hún hafi þurft að ganga í gegnum þessa hörmulegu lífsreynslu. Hugur okkar er hjá henni.“

Í ályktuninni segir að dómsmálið hafi breytt vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks á …
Í ályktuninni segir að dómsmálið hafi breytt vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi og valdið óöryggi meðal hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert