Kærir ákvörðun Páls til innanríkisráðuneytisins

Gestur er verjandi Sigurðar, en beiðnir um flutning ákærðu í …
Gestur er verjandi Sigurðar, en beiðnir um flutning ákærðu í málinu af Kvíabryggju í dómsal var hafnað af fangelsismálastjóra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, gagnrýndi ákvörðun fangelsismálastofnunar með það sem hann kallaði „grundvallaratriði sakaðs manns“ í málflutningi sínum í dag, en auk þess kom hann inn á framkvæmd rannsóknar og framlagningu gagna í dómsmálum tengdum fjármálahruninu. Mest púður fór þó í að gagnrýna aðgengi ákærðu að réttarhöldunum sjálfum.

„Þetta eru atriði sem skiptir máli varðandi grundvallaratriði sakaðs manns,“ sagði Gestur og benti á að í kjölfar þess að Hæstiréttur hafi dæmt að ákærðu mættu fá aðgang að ákveðnum gögnum í síðustu viku hafi ákærðu mátt fara af Kvíabryggju, þar sem þeir sitja nú í fangelsi, niður í húsnæði sérstaks saksóknara til að kynna sér gögnin. Þá hafi þeim einnig verið skutlað á mánudaginn í bæinn til að mæta í skýrslutöku í málinu eins og lög kveða á um. Aftur á móti hafi aftakaveður orsakað það að þeir væru fastir í Reykjavík og gistu þeir því í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.

Fengu höfnun á flutning af Kvíabryggju

Daginn eftir hafi þeir aftur mætt en svo farið seinni partinn á Kvíabryggju aftur. Sigurður sagði að hann hefði óskað eftir því að Sigurður fengi að koma aftur og fylgjast með réttarhöldunum og sagði hann það rétt manna að fylgjast með málum sem væru höfðuð gegn þeim. Því hafi aftur á móti verið hafnað af fangelsisstjóra.

Í gær hafi hann aftur óskað eftir að Sigurður fengi að mæta í dag og fylgjast með réttarhöldunum en ekki enn fengið svar við fyrirspurninni. Sagðist Gestur túlka það svarleysi sem synjun.

Áður en málið hófst fóru verjendur ákærðu í málinu fram á flutninga til og frá dómsal að Kvíabryggju, en var því hafnað af fangelsismálastjóra. Gestur upplýsti í dag að hann hefði kært þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins 1. desember

Kærði ákvörðun fangelsismálastjóra

Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins.
Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins. Júlíus Sigurjónsson

Þá sagði Gestur að hann hefði vegna þessa kært ákvörðun fangelsismálastjóra, Páls Winkel, til innanríkisráðherra. Ekkert svar hefði borist svo ítrekunarpóstur hafi verið sendur 3. október, enda átti dómshald upphaflega að hefjast þá. Ráðuneytisstjóri svaraði að farið yrði yfir málið. Aðalmeðferðin hófst svo 7. október, en daginn áður hafði Gestur ítrekað beiðni sína um svar við málinu. Ekkert svar hafði enn borist frá ráðuneytinu þegar dómshaldi var slitið í dag að sögn Gests og því ljóst að ákvörðun ráðuneytisins mun hafa lítil áhrif fyrir þetta mál, hver sem hún verður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert