Skilar smám saman auknum heimildum

„Við teljum [...] að hvert ár sem líður þar sem við bætum okkur hljóti að skila okkur smám saman auknum aflaheimildum.“

Þetta segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í Morgunblaðinu í dag, spurður um möguleika á auknum aflaheimildum í ár í kjölfar frétta af niðurstöðum haustralls Hafrannsóknastofnunar.

Þorskstofninn mælist sterkari en verið hefur frá því mælingar hófust árið 1996. Vísbendingar eru um að 2014-árgangurinn sé sá stærsti frá upphafi mælinga. Þá virðist ýsustofninn vera að braggast, að því er fram kemur í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert