Skírnir verður héraðsprestur

Skírnir Garðarsson, prestur.
Skírnir Garðarsson, prestur.

Skírnir Garðarsson, prestur Lágafellssóknar, mun frá 1. janúar verða héraðsprestur. „Það gerir hann að eigin ósk þar sem þjóðkirkjan kallar hann til nýrra og aukinna verkefna,“ segir í frétt á vefnum Kirkjan.is.

Séra Ragn­heiður Jóns­dótt­ir og Skírn­ir, sem bæði voru prest­ar í Lága­fells­sókn, fóru í leyfi frá störfum til ára­móta vegna óánægju inn­an sókn­ar­inn­ar. Þetta kom fram í bæj­ar­blaðinu Mos­fell­ingi.

Í frétt kirkjunnar kemur fram að nú færist þjónustuskyldur Skírnis úr Mosfellsprestakalli yfir í Reykjavíkurprófastsdæmin eystra og vestra, Kjalarnesprófastsdæmi og Suðurprófastsdæmi. Verkahringur séra Skírnis verður áhugaverður og fjölbreyttur í ofangreindum prófastsdæmum.

Frétt mbl.is: Kvartað vegna eineltis í kirkjunni

Séra Skírnir hefur fjölþætta prestsreynslu hérlendis og erlendis frá. Hann starfaði sem prestur í Noregi til fjölda ára. Hin seinni ár hefur hann sinnt prestsþjónustu hérlendis. „Öll þessi reynsla mun nýtast honum á nýjum starfsvettvangi,“ segir í frétt kirkjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert