Fólk skynjaði ögurstund

Umhverfissinnar efndu til mótmæla við Eiffelturninn á laugardag og kröfðust …
Umhverfissinnar efndu til mótmæla við Eiffelturninn á laugardag og kröfðust strangari aðgerða til að sporna við hlýnun en niðurstaða COP21 fæli í sér. mbl.is/afp

Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fagna samkomulaginu sem tókst á loftslagsráðstefnunni í París sem lauk um helgina. „Þetta er stórkostlegur árangur,“ segir Sigrún Magnúsdóttir.

Hún segir að samstaðan á fundinum hafi verið mjög mikil. Fólk hafi skynjað að ögurstund væri runnin upp í loftslagsmálum heimsins. Niðurstaðan kalli á hugarfarsbreytingu um heim allan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talar um „sögulegt og metnaðarfullt samkomulag“ sem Íslendingar muni leggja sitt af mörkum til.

Samkomulagið, sem ekki er lagalega bindandi fyrir þátttökuríkin, felur í sér að öll ríki heims skuldbinda sig til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2020 þegar Kyoto-bókunin um umhverfismál, sem nú er í gildi, rennur út. Parísarsamkomulagið er langtum víðtækara en Kyoto-bókunin og nær til 90% af heimslosun, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka