Stóri skjálfti besta skáldsagan

Auður Jónsdóttir er höfundur Stóra skjálfta.
Auður Jónsdóttir er höfundur Stóra skjálfta. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í bókmenntaþættinum Kiljunni í kvöld. Er þetta í 16. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Samkvæmt upplýsingum frá Félagi starfsfólks bókaverslana, sem heldur utan um verðlaunin, bárust atkvæði frá 41 bóksala í ár, en aðeins taka þátt bókaverslanir sem versla með bækur allan ársins hring og eru þær staðsettar víðs vegar um landið.

Veitt eru verðlaun í níu flokkum.

Besta íslenska skáldsagan

  1. Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur
  2. Dimma eftir Ragnar Jónasson
  3. Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur

Íslenskar ungmennabækur

  1. Skuggasaga: Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur
  2. Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur
  3. Drauga-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson

Íslenskar barnabækur

1.-2. Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur

1.-2. Mamma klikk eftir Gunnar Helgason

3. Þín eigin goðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson

Handbækur / fræðibækur

  1. Stríðsárin 1938-1945 eftir Pál Baldvin Baldvinsson
  2. Þær ruddu brautina eftir Kolbrúnu S. Ingólfsdóttur
  3. Gleðilegt uppeldi – Góðir foreldrar eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur

Besta ævisagan

  1. Munaðarleysinginn eftir Sigmund Erni Rúnarsson

2.-3. Nína S. eftir Hrafnhildi Schram

2.-3. Og svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsson

Besta ljóðabókin

  1. Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
  2. Stormviðvörun eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur

3.-4. Gráspörvar og ígulker eftir Sjón

3.-4. Öskraðu gat á myrkrið eftir Bubba Morthens

Besta þýdda skáldsagan

  1. Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine
  2. Grimmsævintýri: fyrir unga og gamla eftir Philip Pullman
  3. Flugnagildran eftir Fredrik Sjöberg

Þýddar ungmennabækur

  1. Þegar þú vaknar eftir Franzisku Moll
  2. Violet og Finch eftir Jennifer Niven
  3. Hvít sem mjöll eftir Söllu Simukka

Þýddar barnabækur

  1. Strákurinn í kjólnum eftir David Walliams
  2. Mómó eftir Michael Ende
  3. Grimmi tannlæknirinn eftir David Walliams
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert