Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella skyldi úr gildi synjun úrskurðarnefndar vegna kröfu Hönnu Láru Ólafsdóttur um sanngirnisbætur vegna slæmrar meðferðar í Heyrnleysingjaskólanum. Dómur héraðsdóms féll í vor en honum var í kjölfarið áfrýjað af ríkinu til Hæstaréttar.
Úrskurðarefndin hafði hafnað kröfu Hönnu Láru á þeim forsendum að hún hafi ekki í skólanum á því tímabili sem vistheimilanefnd beindi sjónum sínum að, árunum 1947 til 1991. Hanna Lára var í skólanum frá 1997 til 2002. Héraðsdómur taldi það tímabil ekki lögbundið og felldi úrskurðinn niður. Hæstiréttur hefur nú staðfest þá niðurstöðu.