1.250 milljónir til Landspítala

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður rúmum 720 milljónum króna …
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður rúmum 720 milljónum króna varið til viðhalds hjá Landspítalanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisstjórnin tók í dag ákvörðun um tímabundna 1.000 milljóna króna fjárveitingu til að bæta úr fráflæðisvanda Landspítalans, en hugsunin er sú að fjármununum verði varið í ýmis úrræði til að létta á starfsemi spítalans.

Þá var einnig ákveðið að veita 250 milljónum króna til að auka viðhaldsframkvæmdir á húsnæði spítalans. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrsta varaformanns fjárlaganefndar, er framlagið m.a. ætlað til framkvæmda á endurhæfingardeildinni á Grensási.

„Þetta eru 250 milljónir sem fara í viðhald en síðan fer milljarður í það að taka sérstaklega á þessum fráflæðisvanda á Landspítalanum þannig að hann geti sinnt betur hlutverki sínu sem bráðasjúkrahús,“ segir Guðlaugur um fjárveitingarnar.

Hann segir margar leiðir til að taka á vandanum og að fjármunirnir séu ætlaðir í þau úrræði. „Það eru þarna hlutir eins og að nýta öll þau hjúkrunarrými sem eru til staðar, skammtímaúrræði og öflugri heimaþjónusta, þannig að fólk geti verið lengur heima hjá sér.“

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert