Hópnauðgunarmálinu áfrýjað

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur í svo­kölluðu hópnauðgun­ar­máli en dóm­ur­inn var kveðinn upp 20. nóv­em­ber sl. Þetta kem­ur fram á heimasíðu embætt­is­ins.  Áfrýj­un tek­ur til allra ákærðu.

Fimm pilt­ar voru sýknaðir af ákæru um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku í maí á síðasta ári. Einn þeirra var dæmd­ur í skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að mynda at­vikið og gert að greiða stúlk­unni 500 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur.

Sýknu­dóm­ur­inn vakti hörð viðbrögð og umræðu um dóms­kerfið. Var m.a. mót­mælt fyr­ir utan Héraðsdóm Reykja­vík­ur stuttu eft­ir að sýknu­dóm­ur­inn féll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert