Alþingi samþykkti breytingar á fjárlögum næsta árs í dag eftir að umræður um þær höfðu staðið yfir í fleiri daga. Útgjöld aukast um rúma fjóra milljarða frá því sem lagt var upp með í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar en tæplega sjö milljarða króna afgangur á engu að síður að vera á rekstri ríkissjóðs.
Á meðal fjögurra breytinga á gjaldahlið fjárlaga eru tímabundin framlög til Ríkisútvarpsins og Landspítala. Þannig fær Landspítalinn um 1,25 milljarða króna til viðbótar og RÚV 175 milljónir til að efla innlenda dagskrá.