Fleiri vilja afnema snakktoll

Sigríður Á. Andersen á Alþingi.
Sigríður Á. Andersen á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­ríður Á. And­er­sen, alþing­ismaður, hef­ur lagt fram nýja til­lögu um af­nám  tolls á inn­flutt kart­öflusnakk. Sex flutn­ings­menn úr öðrum flokk­um hafa bæst við og virðist stuðning­ur­inn í mál­inu víðtæk­ur.

Meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar lagði í upp­hafi til að 59 pró­senta toll­ur á kart­öflusnakk yrði af­num­inn en dró til­lög­una svo til baka.

Sig­ríður, sem sit­ur í nefnd­inni, ákvað þá að flytja til­lög­una í eig­in nafni. Hún breytti til­lög­unni á þann veg að hún myndi taka gildi á miðju næsta ári en ekki núna um ára­mót­in.

Í ann­arri umræðu á Alþingi um hinn svo­kallaða bandorm breytti hún til­lög­unni aft­ur og frestaði gildis­tök­unni þangað til í árs­byrj­un 2017.

Kom til móts við annað sjón­ar­mið

„Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar taldi ekki tíma­bært að leggja þessa breyt­ing­ar­til­lögu til en féllst á að gera það þegar gild­is­tím­an­um var aðeins breytt. Ég taldi sjálfsagt að koma til móts við þetta sjón­ar­mið til að mögu­legt væri að fjölga stuðnings­mönn­un­um,“ seg­ir Sig­ríður.

Nýir flutn­ings­menn með til­lög­unni eru Árni Páll Árna­son, Guðmund­ur Stein­gríms­son, Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Will­um Þór Þórs­son og Vil­hjálm­ur Bjarna­son og Brynj­ar Ní­els­son, Sjálf­stæðis­flokki. All­ur meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, fyr­ir utan Frosta Sig­ur­jóns­son, stend­ur því að til­lög­unni.

Sig­ríður seg­ist bjart­sýn á að málið kom­ist í gegn­um þingið. „Miðað við hversu marg­ir flutn­ings­menn eru að þess­ari til­lögu á ég von á því.“

Vernd­ar mjög þrönga hags­muni

Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, er einnig bjart­sýnn á að til­lag­an nái í gegn. Hann tel­ur umræðuna í kring­um málið hafa varpað skýru ljósi á það að toll­ur­inn sé bæði ósann­gjarn og ómál­efna­leg­ur.

„Hann er fyrst og fremst fall­inn til þess að skaða neyt­end­ur og hann vernd­ar mjög þrönga hags­muni sem hafa látið í sér heyra. En ég held að þing­heim­ur og fólk átti sig á að það er eng­in ástæða til að leggja 160 millj­óna króna tolla á neyt­end­ur til að vernda tutt­ugu störf í ein­hverj­um iðnfyr­ir­tækj­um,“ seg­ir Ólaf­ur.

Toll­ar á ís úr jurtamjólk felld­ir niður?

Hann von­ast til að snakk­málið verði til þess að fleiri toll­ar verði af­numd­ir og seg­ir göt vera þegar byrjuð að mynd­ast í „mat­artoll­múr­un­um“.  Þannig nefn­ir hann að í bandorm­in­um sé lagt til að felld­ir verði niður toll­ar á ís sem er bú­inn til úr jurtamjólk og er ekki í sam­keppni við inn­lenda fram­leiðslu, rétt eins og kart­öflusnakkið.  „Ég held að það sé ástæða til að ganga á röðina með alls kon­ar land­búnaðar­vör­ur sem er ennþá verið að toll­leggja upp í botn en eru ekki fram­leidd­ar á Íslandi eða ekki í þeim mæli að það anni eft­ir­spurn,“ seg­ir Ólaf­ur.

Umræðan um afnám tolla á snakk heldur áfram á Alþingi.
Umræðan um af­nám tolla á snakk held­ur áfram á Alþingi. mbl.is/​Jim Smart
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert