Afnema tolla af innfluttu kartöflusnakki

Sigríður Á. Andersen á Alþingi.
Sigríður Á. Andersen á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tollur á innflutt kartöflusnakk verður felldur niður frá og með 1. janúar 2017.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bar upp breytingartillögu þess efnis á Alþingi eftir að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar dró til baka tillögu um að afnema 59 prósenta toll af kartöflusnakki.

Fjórir þingmenn Vinstri grænna og einn þingmaður Framsóknarflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni og ellefu þingmenn Framsóknar sátu hjá. Aðrir kusu með tillögunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka