„Ég er saklaus“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ásamt lögmanni sínum.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ásamt lögmanni sínum. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrr­ver­andi banka­stjóra Saga Capital, í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að umboðssvikum í hinu svonefnda Stím-máli. Í færslu á samskiptasíðunni Facebook lýsir Þorvaldur hins vegar yfir sakleysi sínu.

Alls voru í dag þrír menn fundnir sekir í héraði í Stím-málinu, en auk Þorvaldar Lúðvíks voru Lárus Welding, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, dæmdur í 5 ára fangelsi og Jóhannes Baldurs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is, í 2 ára fang­elsi fyr­ir umboðssvik. 

Í færslu sinni á Facebook ritar Þorvaldur þrjá punkta þar sem hann m.a. lýsir yfir sakleysi sínu og að málinu verði nú áfrýjað til Hæstaréttar Íslands.

Færsla hans er svohljóðandi:

„Vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag;

1) Málinu verður áfrýjað af minni hálfu
2) Niðurstaða er ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins
3) Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“

Auk 18 mánaða fangelsis var Þorvaldur Lúðvík dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, tæpar 10,5 milljónir króna.

Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son.
Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert