„Ég er saklaus“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ásamt lögmanni sínum.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ásamt lögmanni sínum. mbl.is/Eggert

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Þor­vald Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra Saga Capital, í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir hlut­deild að umboðssvik­um í hinu svo­nefnda Stím-máli. Í færslu á sam­skipt­asíðunni Face­book lýs­ir Þor­vald­ur hins veg­ar yfir sak­leysi sínu.

Alls voru í dag þrír menn fundn­ir sek­ir í héraði í Stím-mál­inu, en auk Þor­vald­ar Lúðvíks voru Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, dæmd­ur í 5 ára fang­elsi og Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is, í 2 ára fang­elsi fyr­ir umboðssvik. 

Í færslu sinni á Face­book rit­ar Þor­vald­ur þrjá punkta þar sem hann m.a. lýs­ir yfir sak­leysi sínu og að mál­inu verði nú áfrýjað til Hæsta­rétt­ar Íslands.

Færsla hans er svohljóðandi:

„Vegna dóms Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í dag;

1) Mál­inu verður áfrýjað af minni hálfu
2) Niðurstaða er ekki í sam­ræmi við mála­vexti og gögn máls­ins
3) Ég er sak­laus af því sem mér hef­ur verið gefið að sök og hef í hví­vetna fylgt lög­um og mun gera eft­ir­leiðis.“

Auk 18 mánaða fang­els­is var Þor­vald­ur Lúðvík dæmd­ur til að greiða mál­svarn­ar­laun verj­anda síns, tæp­ar 10,5 millj­ón­ir króna.

Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son.
Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert