Lárus Welding í 5 ára fangelsi í Stím-máli

Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son.
Lár­us Weld­ing, Jó­hann­es Bald­urs­son og Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son. mbl

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, var dæmdur í fimm ára fangelsi í Stím-málinu svokallaða fyrir umboðssvik, en dómsuppsaga í málinu var í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is var dæmdur í 2 ára fangelsi í málinu, einnig fyrir umboðssvik. Þor­valdur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að umboðssvikum.

Lár­us var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa farið út fyr­ir heim­ild­ir sín­ar til lán­veit­inga hjá Glitni banka þegar hann beitti sér fyr­ir því að fé­lag­ið FS37, sem síðar varð Stim, fengi um 20 millj­arða króna lán frá bank­an­um með veði í öllu hluta­fé fé­lags­ins og bréf­um í FL Group sem láns­féð var notað til að kaupa. Láns­féð var einnig notað til að kaupa bréf í Glitni.

Jó­hann­es var ákærður fyr­ir umboðssvik fyr­ir að hafa beitt sér fyr­ir því að fjár­fest­inga­sjóður­inn GLB FX, í eigu Glitn­is banka, keypti fram­virkt skulda­bréf í Stím af Saga Capital. Þor­vald­ur var ákærður fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um með því að hafa hvatt til þeirra viðskipta og liðsinnt Jó­hann­esi í þeim. Mark­miðið með viðskipt­un­um hafi verið að tryggja að Saga Capital fengi kröfu sína að fullu bætta.

Lárus hafði áður verið sýknaður tveimur málum, Vafningsmálinu og Aurum-málinu. Lárus hafði áður verið dæmdur í héraði í 9 mánaða fangelsi í Vafningsmálinu, en Hæstiréttur sýknaði hann svo. Í Aurum-málinu var hann sýknaður ásamt öðrum ákærðu, en Hæstiréttur ógilti niðurstöðu héraðsdóms í því máli og verður málið aftur tekið fyrir á næsta ári.

Jóhannes hlaut áður dóm í BK-44 málinu svokallaða, en í héraðsdómi fékk hann fimm ára fangelsi, sem Hæstiréttur mildaði svo niður í þriggja ára fangelsi núna í vetur.

Dómurinn í heild

Lárus Welding, fyrrum bankastjóri Glitnis.
Lárus Welding, fyrrum bankastjóri Glitnis. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert