Skipulögð áskorun um að þyrma Eldvörpum

Eldvörp eru skammt frá Svartsengi.
Eldvörp eru skammt frá Svartsengi. Ljósmynd/Mannvit hf

HS Orka hef­ur fengið fram­kvæmda­leyfi hjá Grinda­vík­ur­bæ til rann­sókna­bor­ana í Eld­vörp­um. Haf­in er söfn­un und­ir­skrifta á net­inu þar sem skorað er á Grinda­vík­ur­bæ og HS Orku að þyrma Eld­vörp­um.

Söfn­un und­ir­skrifta gegn fram­kvæmd­um í Eld­vörp­um fer fram á alþjóðleg­um und­ir­skrifta­vef, Avaaz.org. Þar höfðu í gær 1.370 ein­stak­ling­ar frá ýms­um lönd­um skorað á Grinda­vík­ur­bæ að aft­ur­kalla leyfi til til­rauna­bor­ana og HS Orku að hætta við áform um fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir.

Það er meðal ann­ars rök­stutt með vís­an til mik­il­væg­is þess að halda svæðinu óröskuðu svo nú­ver­andi og kom­andi kyn­slóðir geti notið ein­stakra upp­lif­ana í Eld­vörp­um. Eld­vörp eru gígaröð, um fimm kíló­metra frá Svartsengi við Grinda­vík, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka