Ketkrókur hafnaði jólakjötinu

Ketkrókur vill hjálpa börnum sem á þurfa að halda.
Ketkrókur vill hjálpa börnum sem á þurfa að halda. Teikning/Brian Pilkington

Ket­krók­ur tók ný­verið upp miníma­lísk­an lífs­stíl og mætti til byggða í nótt með held­ur óhefðbundn­ar jóla­gjaf­ir. Ís­lensku jóla­svein­arn­ir og UNICEF eru kom­in í óvenju­legt sam­starf og það með mbl.is.

 Ket­króki er mikið í mun að minnka vist­spor sitt og hef­ur því til dæm­is verið að prófa sig áfram með græn­met­is­fæði. Í mörg ár hef­ur Ket­krók­ur fengið góm­sætt kjöt á hverj­um jól­um frá hinum og þess­um – yf­ir­leitt alltof mikið fyr­ir hann ein­an að klára. Í takt við nýj­an og breytt­an lífs­stíl sinn vill hann núna breyta þess­ari hefð og ósk­ar eft­ir gjöf­um sem hann veit að nýt­ast vel: Sönn­um gjöf­um.

Íslensku jóla­svein­arn­ir eru þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti en þessi jól­in hafa þeir þó ákveðið að taka hönd­um sam­an, bæta ráð sitt og hjálpa UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð. Mbl.is tek­ur þátt í sam­starf­inu og birt­ir fram að jól­um mynd­band með jóla­sveini dags­ins.

Ket­krók­ur vill hjálpa börn­um sem á þurfa að halda og veit að eitt af því sem gegn­ir þar mik­il­vægu hlut­verki er ung­barna­vigt. Ein besta leiðin til að greina vannær­ingu og veik­indi hjá ung­um börn­um er nefni­lega að fylgj­ast vand­lega með þyngd þeirra. Þá má grípa fljótt og ör­ugg­lega inn í mæl­ist börn­in of létt.

Fólk er hvatt til að hjálpa Ket­króki að að gefa gjöf sem alltaf nýt­ist með því að gefa sanna gjöf hjá UNICEF. Sann­ar gjaf­ir eru lífs­nauðsyn­leg hjálp­ar­gögn fyr­ir bág­stödd börn, til dæm­is moskítónet, náms­gögn og jarðhnetumauk fyr­ir vannærð börn. UNICEF sér til þess að gjöf­in ber­ist til barna og fjöl­skyldna þeirra þar sem þörf­in er mest.

UNICEF, Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, berst fyr­ir rétt­ind­um allra barna – alltaf, alls staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert