Einn er látinn eftir alvarlegt bílslys á einbreiðri brú yfir Hólá, austan við Hnappavelli í Öræfum. Hinn látni var erlendur ferðamaður.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn í Hornafirði skullu tvær bifreiðar saman á einbreiðri brú. Í báðum ökutækjum voru erlendir ferðamenn, alls sex manns. Í öðrum bílnum var fjögurra manna fjölskylda en í hinum tveir samferðamenn.
Hinn látni var ökumaður annars bílsins. Hinir eru, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, ekki lífshættulega slasaðir.
Vettvangur slyssins er enn lokaður og vinnur lögreglan að rannsókn. Aðstæðum á slysstað er lýst þannig að talsverð hálka er á vegi.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslu Íslands, er nú á vettvangi.
Fyrri frétt mbl.is:
Hringvegurinn lokaður vegna slyss