Banaslys í Öræfum

mbl.is

Einn er lát­inn eft­ir al­var­legt bíl­slys á ein­breiðri brú yfir Hólá, aust­an við Hnappa­velli í Öræf­um. Hinn látni var er­lend­ur ferðamaður.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Höfn í Hornafirði skullu tvær bif­reiðar sam­an á ein­breiðri brú. Í báðum öku­tækj­um voru er­lend­ir ferðamenn, alls sex manns. Í öðrum bíln­um var fjög­urra manna fjöl­skylda en í hinum tveir sam­ferðamenn.

Hinn látni var ökumaður ann­ars bíls­ins. Hinir eru, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu, ekki lífs­hættu­lega slasaðir.

Vett­vang­ur slyss­ins er enn lokaður og vinn­ur lög­regl­an að rann­sókn. Aðstæðum á slysstað er lýst þannig að tals­verð hálka er á vegi.

TF-LIF, þyrla Land­helg­is­gæslu Íslands, er nú á vett­vangi.

Fyrri frétt mbl.is:

Hring­veg­ur­inn lokaður vegna slyss

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert