Langt sjúkraflug með nýbura

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór frá Reykjavík klukkan 17.38 áleiðis í Neskaupstað til að sækja nýbura sem koma þarf á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er fært fyrir sjúkraflugvél vegna aðstæðna.

Flogið verður með suðurströndinni með viðkomu á Höfn í Hornafirði til þess að taka eldsneyti á báðum leiðum. Ljóst er að um sex til sjö tíma flug að ræða. Með í för auk þyrlulæknis eru sérhæfður læknir og hjúkrunarfræðingur, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert