Líðan nýburans er stöðug en hann er enn í rannsóknum á vökudeild Landspítalans. Barnið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur við erfiðar aðstæður í nótt.
Líkt og fram hefur komið á mbl.is þá lenti þyrlan með hann í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa þurft að lenda á Breiðdalsvík þar sem ekki var hægt að lenda í Neskaupstað vegna óveðurs. Barnið var því flutt með sjúkrabifreið frá Neskaupstað á Breiðdalsvík í gærkvöldi.