Fiskibátur fékk á sig brotsjó

Björgunarskip Landsbjargar á Skagaströnd, Húnabjörg, fór á vettvang.
Björgunarskip Landsbjargar á Skagaströnd, Húnabjörg, fór á vettvang.

Um kl 12.40 í dag hafði 9 tonna fiskibátur samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á neyðarrás og lét vita að hann hefði fengið á sig brotsjó og sjór komist í stýrishús og vistarverur.

Báturinn var staddur á Húnaflóa, um 9 sjómílur norðvestur af Skagaströnd. 

 Strax var haft samband við nærstaddan fiskibát sem var staddur u.þ.b. 8 sjómílna fjarlægð en einnig var áhöfnin á björgunarskipi Landsbjargar á Skagaströnd, Húnabjörg, ræst út. 

Húnabjörgin kom að fiskibátnum um kl. 13.15 og fylgir núna bátnum til hafnar á Skagaströnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert