Rétt fyrir hádegi kom beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um að þyrla færi í Emstrur að sækja fimm erlenda göngumenn sem hafa verið á göngu yfir miðhálendið undanfarið.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu treystu göngumenn sér ekki til að halda áfram til byggða.
TFGNÁ fór í loftið um 1230 og áætla að verða á vettvangi upp úr kl 1300.
Í frétt Morgunblaðsins á Þorláksmessu kom fram að gönguhópurinn The Coldest Crossing samanstæði af þremur ungum Bretum sem ætluðu að eyða jólunum á hálendi Íslands og ferðast á skíðum yfir landið á 18 dögum. Kapparnir lögðu á Þorláksmessu af stað úr Hrauneyjum áleiðis í Landmannalaugar, þar sem þeir ætluðu að eyða aðfangadagsmorgni í heitum laugum.
Á Þorláksmessu slógust svo tveir kvikmyndagerðarmenn í för með piltunum en mynda átti ferðina alla með kvikmyndavélum og drónum.
Leiðangursstjórinn Charlie Smith sagði þá hafa lent í nokkrum hremmingum á leiðinni, en í byrjun ferðarinnar veiktist einn þeirra í lungum og varð hann þar af leiðandi að snúa heim. Annan félagi kól á tám og þurfti því að kalla til björgunarsveit sem náði í ferðalangana inn í Nýjadal.
Frétt mbl.is: Táningar ganga þvert yfir Ísland