Árið kveður með lægð

Vegagerðin að hreinsa úr skurðum eftir vatnsveðrið í fyrradag fyrir …
Vegagerðin að hreinsa úr skurðum eftir vatnsveðrið í fyrradag fyrir nóttina. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Um miðnætti í gær gekk djúp lægð upp að Suðaustur- og Austurlandi, hvöss austanátt með mikilli úrkomu. Undir morgun var svo von á mjög hvassri sunnanátt sem gæti orðið fárviðri, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, allt að 33 m/s.

Búist er við að veðrið nái hámarki snemma í dag, en að vindurinn snúist síðan í suðvestanátt, 18-25 m/s, með skúrum og síðar éljum. Veðurstofan lýsti seint í gær yfir óvissustigi vegna skriðu- og krapaflóðahættu á Austurlandi.

Sunnanátt er sú vindátt sem er hvað verst fyrir Vopnafjörð þar sem fjöllin magna upp vindinn. Jón Sigurðarson, formaður Björgunarsveitarinnar Vopna var rólegur á 11. tímanum í gærkvöldi en þá var veðrið ekki byrjað. „Við erum með töluverðan viðbúnað því þetta er fljótt að gerast,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert