Eðlilegt að ferðamenn kaupi tryggingu

Félagarnir í gönguhópnum The Coldest Crossing á ferðalaginu. Þrisvar var …
Félagarnir í gönguhópnum The Coldest Crossing á ferðalaginu. Þrisvar var þeim komið til bjargar af björgunarsveitum.

„Er ekki eðlilegt að þeir ferðamenn sem koma hingað til að fara í háskalegar hálendisferðir kaupi tryggingu til að standa undir kostnaði af hugsanlegri björgun?“ spyr Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar á Facebook-síðu sinni. Er tilefnið björgun þriggja Breta sem mbl.is fjallaði um í gær.

Frétt mbl.is: Voru orðnir kaldir og hraktir

„Við sem greiðum hér skatta og kaupum flugelda árlega viljum gjarnan að þetta æfintýrafólk leggi eitthvað í púkkið með okkur hinum,“ bætir Frosti við.

Er ekki eðlilegt að þeir ferðamenn sem koma hingað til að fara í háskalegar hálendisferðir kaupi tryggingu til að standa...

Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, December 29, 2015


Dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn

Karl Garðarsson samflokksmaður Frosta og þingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður virðist taka í sama streng á síðu sinni.

„Þetta fer að verða dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn, þyrlu gæslunnar o.sv.frv. Spurt er: Er það eðlilegt við slíkar aðstæður að viðkomandi göngumenn greiði ekki kostnað við björgun? Eða kaupi tryggingu?“ spyr Karl.

Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokks er ómyrk í máli sínu á Facebook.

Skylda verður erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostað af svona löguðu. Alþingi þarf að skerast í leikinn ekki síst til verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostað af slíkum glæfraskap, ef ekki verður ráðin bót hér á,“ segir Elín og bætir við að íslensku sveitirnar byggi á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem sé líklega einstakt í heiminum.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur einnig til máls í umræðunni.

„Við erum með öflugt lið og það ber að þakka. En það þarf að vera kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðalanga sé dekkaður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert