Forðist fjúkandi brak við álverið

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þakplötur losnuðu af þaki skrifstofuhúsnæði Alcoa við álverið á Reyðarfirði samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu og hafa björgunarsveitarmenn unnið að því að festa plöturnar. Einnig hafa gámar fokið til við álverið. 

Veðurvefur mbl.is

Fyrirtækið hefur beint því til fólks að vera ekki á ferðinni utandyra við álverið vegna fjúkandi braks. Er fólk beðið um að fara á milli staða í gegnum húsin. Rútuferðum með starfsfólk til álversins hefur verið frestað á meðan aðstæður eru ótryggar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert