Gervihnattamynd sýnir lægðina vel

Skjáskot.

Hitamynd úr gervitungli NASA, sem tekin var um klukkan hálf fimm í morgun, sýnir glögglega hvernig lægðin liggur yfir landinu.

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti myndina á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér að neðan.

Björg­un­ar­sveit­ir á Aust­ur­landi hafa víða verið kallaðar út en ástandið er einna verst á Eskif­irði. Á átt­unda tug björg­un­ar­manna hefur tekið þátt í aðgerðum næt­ur­inn­ar á Aust­ur­landi eða staðið vakt­ina í húsi, til­bún­ir að tak­ast á við afleiðingar veðurofsans.

Lægðin hefur sömuleiðis valdið mikl­um usla á Bret­lands­eyj­um í nótt og það sem af er morgni. Þúsund­ir heim­ila á Norður-Írlandi eru þannig raf­magns­laus en yf­ir­völd þar hafa lýst yfir næst­mesta hættu­stig­inu sem völ er á vegna mik­ill­ar úr­komu og hvassviðris.

VIIRS hitamynd úr SUOMI NPP gervitungli NASA, numin klukkan 04:33 GMT í morgun, sýnir lægðina yfir landinu vel. VIIRS...

Posted by Jarðvísindastofnun Háskólans on Wednesday, December 30, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert