Gott að tala glaðlega við dýrin á gamlárskvöld

Guðrún Hafdís Hlöðversdóttir og sonurinn Svavar Orri með hundinn Skugga …
Guðrún Hafdís Hlöðversdóttir og sonurinn Svavar Orri með hundinn Skugga sem hlakkar til flugeldagleðinnar á gamlárskvöld. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meðan áramótaskaupið er sýnt í sjónvarpinu á gamlárskvöld er snjall leikur að fara út og viðra hundinn, enda er þá stund milli stríða í flugeldasprengingum kvöldsins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í leiðbeiningum Matvælastofnunar um hvernig búa skuli að dýrum um áramót. Hávaði og litadýrð ljósa getur skotið dýrunum skelk í bringu, svo þau leggi á flótta eða skaði sjálf sig.

Hagagönguhross eru í sérstakri hættu um áramótin, en dæmi eru um að hestar hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið til fjalla. Séu hross komin á hús þykir þjóðráð að hafa ljósin kveikt og útvarp í gangi. Í þéttbýli er best að halda köttum inni um áramótin og viðra hundana til dæmis að morgni gamlársdags, enda þurfa þeir reglulega hreyfingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert