„Þegar það er svona hásjóað þá flæðir hér upp yfir garðinn og fór inn á Vegagerðarlóðina og planið hjá þeim,“ segir Sigurður G. Bjartmarsson, stjórnarmaður í Björgunarsveitinni Víkverjum í Vík í Mýrdal, í samtali við mbl.is.
Sjór hefur ferið yfir varnargarða við Vík í morgun samfara lægðinni sem gengið hefur yfir landið „Síðan hefur sjór líka flætt rétt austan við þorpið. Þar er nú stórt lón við þjóðveginn. Skemmdir eru ekki teljandi ennþá nema á garðinum og sandi og mel,“ segir Sigurður.