Þriðji maðurinn handtekinn

Bifreið sem mennirnir notuðu til að flýja vettvang ránsins fannst …
Bifreið sem mennirnir notuðu til að flýja vettvang ránsins fannst í Barmahlíð. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þrír eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn máls á bankaráni við Borgartún í dag. Fyrr í kvöld var sagt frá því að tveir hefðu verið handteknir en nú eru þeir þrír samkvæmt heimildum mbl.is. Lögregla hefur ekki staðfest þriðju handtökuna eða hvort að mennirnir sem frömdu ránið í dag séu meðal þeirra handteknu. 

Leit stendur þó enn yfir samkvæmt heimildum mbl.is og fer lögregla eftir vísbendingum sem þeim hefur borist. Ekki er vitað hversu margra er nú leitað en fyrr í kvöld sagði Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is að tveggja manna væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð fyrr í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð fyrr í dag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert