Velferð starfsfólksins mikilvægust

Steinþór er staddur í útibúinu en þar fer fram rannsókn …
Steinþór er staddur í útibúinu en þar fer fram rannsókn lögreglu. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lögregla er enn að störfum í útibúi Landsbankans við Borgartún þar sem framið var vopnað rán fyrr í dag. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólki útibúsins illa brugðið. Hann segir engar verulegar skemmdir hafa orðið á útibúinu í ráninu.

Fyrri frétt mbl.is: Röktu sporin að Öskjuhlíð

„Málið er núna bara í rannsókn og lögregla er bæði að rannsaka verksummerki hér og auðvitað um alla borgina,“ segir Steinþór en hann var staddur í útibúinu þegar blaðamaður náði tali af honum.

Hann segir velferð starfsfólksins skipta mestu máli.

„Flestir eru farnir heim eða að fara heim núna. Útibúið verður síðan lokað á morgun í ljósi atburðanna en mörgum er illa brugðið. Svona gerist sem betur fer ekki oft en fólkið okkar er vel þjálfað til að bregðast við.“

Steinþór segir mennina tvo hafa verið mjög ógnandi og hefur starfsfólkið fengið áfallahjálp. Því verður síðan fylgt eftir.

Mennirnir komust undan með eitthvað af reiðufé sem þeir tóku af gjaldkera. Steinþór segir að það hafi verið óveruleg upphæð.

„En þetta er auðvitað mikið áfall fyrir okkur öll, bæði starfsfólk og fólkið sem var að eiga viðskipti inni í útibúinu þegar þetta gerðist. Það voru margir hér staddir þegar ránið var framið.“

Lögregla er á staðnum.
Lögregla er á staðnum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Lögreglan óskar upplýsinga um mennina á myndunum.
Lögreglan óskar upplýsinga um mennina á myndunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert