Vopnuð sérsveit leitar í Öskjuhlíð

Sérsveitarmenn undirbúa leitina.
Sérsveitarmenn undirbúa leitina. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vopnuð sérsveit embættis ríkislögreglustjóra hefur hafið leit í Öskjuhlíð að mönnunum tveimur sem frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans við Borgartún fyrr í dag.

Lögregla hefur umkringt Öskjuhlíð og hafið sporrakningu á svæðinu. Samkvæmt heimildum mbl.is eru mennirnir taldir hættulegir og vopnaðir þar til annað reynist sannara. 

Fréttin verður uppfærð.

UPPFÆRT 16:41

Að sögn íbúa í Hlíðunum flýgur þyrla Landhelgisgæslunnar nú lágflug yfir Öskjuhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan í lofti við að aðstoða lögreglu í ákveðnu máli. Ekki fékkst staðfest að um þetta ákveðna mál í Öskjuhlíð væri að ræða.

UPPFÆRT 16:51

Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á milli Öskjuhlíðar og íbúðarhúsa í Hlíðunum sunnan megin Miklubrautar og beinir ljóskösturum niður. Óstaðfestar heimildir herma að þyrlan noti hitamyndavélar og nætursjónauka við leitina í Öskjuhlíð. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð
Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Frá Öskjuhlíð
Frá Öskjuhlíð mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert