Herinn sækir um lóð við hlið moskunnar

Félagar í Hernum báðust fyrir í gær þar sem þeir …
Félagar í Hernum báðust fyrir í gær þar sem þeir sóttu um lóð. mbl.is/Styrmir Kári

Hjálp­ræðis­her­inn hef­ur sótt um lóð í Soga­mýri, milli hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Mark­ar­inn­ar og lóðar­inn­ar þar sem moska Fé­lags múslima á að rísa.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kveðst Gunn­ar Eide, deild­ar­stjóri Hjálp­ræðis­hers­ins á Íslandi, vænta form­legs svars við um­sókn­inni frá Reykja­vík­ur­borg síðar í þess­um mánuði.

Gunn­ar seg­ir stefnt að því að byggja hús fyr­ir safnaðarmiðstöð, fjöl­skyldumiðstöð, hjálp­ar­starf og aðstöðu til að taka á móti inn­flytj­end­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert