Herinn fær ekki lóð án endurgjalds

Herkastalann við Kirkjustræti.
Herkastalann við Kirkjustræti. mbl.is/Árni Sæberg

Reykja­vík­ur­borg lít­ur svo á að skráð trú­fé­lag, sem hef­ur haft lóð og hús­næði en selji það, eigi ekki kröfu á nýrri lóð end­ur­gjalds­laust.

Þetta seg­ir Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, en í Morg­un­blaðinu í gær kom fram að Hjálp­ræðis­her­inn hefði sótt um lóð í Soga­mýri, á milli Mark­ar­inn­ar og lóðar­inn­ar þar sem moska Fé­lags múslima á að rísa. Hjálp­ræðis­her­inn, sem er skráð trú­fé­lag, hyggst selja Her­kastal­ann við Kirkju­stræti og reisa hús í Soga­mýri und­ir safnaðarmiðstöð og aðra starf­semi.

Frétt mbl.is: Her­inn sæk­ir um lóð við hlið mosk­unn­ar

Í fram­haldi af frétt­inni var Hjálm­ar spurður hvort Hjálp­ræðis­her­inn gæti sem trú­fé­lag fengið nýja lóð end­ur­gjalds­laust. Hann sagði al­mennu regl­una þá að sveit­ar­fé­lög­um væri skylt að út­hluta lóðum und­ir kirkj­ur þjóðkirkj­unn­ar, án end­ur­gjalds. Í kring­um alda­mót­in 2000 hefði borg­in markað þá stefnu, með vís­an til jafn­ræðis­sjón­ar­miða, að gera ekki grein­ar­mun á þjóðkirkj­unni og öðrum trú­fé­lög­um vegna lóða und­ir til­beiðslu­hús.

Hjálm­ar seg­ir að í krafti þess­ar­ar samþykkt­ar hafi Reykja­vík­ur­borg út­hlutað lóðum til fjög­urra trú­fé­laga; Fé­lags múslima, Rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar, Ása­trú­ar­fé­lags­ins og Búdd­ista­fé­lags Íslands. Þessi trú­fé­lög hafi ekki átt lóð og eigið hús­næði en hið sama gildi ekki um Hjálp­ræðis­her­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert