Icelandair á kafi í kvörtunum vegna brotins hjólastóls

„Svona skilaði Icelandair 20 þúsund punda rafmagnshjólastólnum hans Drew eftir að hafa misst hann þegar verið var að setja hann í flugvélina,“ skrifar hinn breski Gary Graham á Facebook. Ásamt færslu Graham má sjá myndir af stólnum sem er afar illa farinn, sem og stykkjum sem tilheyrðu honum áður en duttu af við höggið. Myndunum hefur verið deilt hátt í 1.000 sinnum en Graham segir stólinn í rauninni afskrifaðan með öllu. 

20 þúsund pund samsvara tæpum fjórum milljónum íslenskum króna. Graham segir að eftir þriggja vikna samskipti við Icelandair vegna málsins hafi flugfélagið hinsvegar aðeins boðið rúmlega 1.000 pund í skaðabætur eða um 200 þúsund krónur.

„Stóll Drew er líflína hans við umheiminn - svo eins og þið getið ímyndað ykkur erum við miður okkar yfir viðbrögðunum sem við höfum fengið,“ skrifar Graham.

Fjölmargir hafa kvartað á Facebook síðu Icelandair vegna málsins og þegar þetta er skrifað má þar finna hátt í fimmtíu færslur þar sem fyrirtækið er hvatt til að sjá að sér. 

This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...

Posted by Gary Graham on Wednesday, January 6, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert