Gert að afplána eftirstöðvar dóms

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður, sem grunaður er um að hafa átt aðild að ráni í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í október, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar vegna annars máls en maðurinn var á reynslulausn vegna þess máls þegar ránið var framið.

„Samkvæmt gögnum málsins er fram kominn sterkur grunur um að varnaraðili hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur sex ára fangelsi. Hefur varnaraðili þannig gróflega rofið almennt skilyrði reynslulausnarinnar,“ segir í dómi Hæstaréttar. Verjandi mannsins hafði krafist þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert