Lögreglumaður laus en annar í gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald í dag.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald í dag. mbl.is

Karlmaður sem er grunaður um að tengjast meintum brotum lögreglumanns í starfi hefur verið úrskuraður í gæsluvarðhald til 15. janúar nk. Maðurinn, sem er um fertugt, var handtekinn í gær. Lögreglumanninum var sleppt úr haldi fyrr í dag.

Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við mbl.is. Maðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald skal sæta einangrun. Hann kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Rannsókn málsins er í fullum gangi en fleiri hafa ekki verið handteknir í tengslum við málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert