Fjárdráttur á Siglufirði enn í rannsókn

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjárdráttur hjá Sparisjóði Siglufjarðar sem kom upp á síðasta ári er enn til rannsóknar. Málið fluttist yfir á embætti héraðssaksóknara um áramót þegar að embætti sérstaks saksóknara var lagt niður. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, fyrrum sérstaks saksóknara og nú héraðssaksóknara vinnur sami hópur að rannsókn málsins. „Það hefur ekki verið neitt rof í málinu. Það er enn til meðferðar,“ segir Ólafur í samtali við mbl.is.

Eins og fram hefur komið er Magnús Jónas­son, fyrr­ver­andi for­seti bæj­ar­stjórn­ar á Sigluf­irði,  grunaður um fjár­drátt fyr­ir um 100 millj­ón­ir króna hjá Spari­sjóði Siglu­fjarðar.

Átta starfs­menn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara fóru til Siglu­fjarðar í lok sept­em­ber og voru tveir hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn­ina.

Um nokk­urra ára tíma­bil er að ræða en í yf­ir­lýs­ingu frá AFLi spari­sjóði, sem áður hét Spari­sjóður Siglu­fjarðar, frá því í byrj­un októ­ber kem­ur fram að eft­ir fyr­ir­spurn frá sér­stök­um sak­sókn­ara, í alls óskyldu máli, hafi komið upp rök­studd­ur grun­ur um fjár­drátt fyrr­um skrif­stofu­stjóra AFL spari­sjóðs og í fram­haldi af því hafi málið verið kært til sér­staks sak­sókn­ara.

Á fundi bæj­ar­stjórn­ar 6. októ­ber sl. baðst Magnús laus­ar á embætti for­seta bæj­ar­stjórn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert