Hafnartorgið „skipulagsslys“

Horft frá Arnarhóli. Áformað er að reisa stórhýsi á byggingarreitnum.
Horft frá Arnarhóli. Áformað er að reisa stórhýsi á byggingarreitnum. Höfundur: PK arkitektar/Birt með leyfi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Annars stefni í óefni. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

„Ef þarna yrði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á þessum myndum yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð,“ segir Sigmundur Davíð, sem telur fyrirhugaða uppbyggingu vega að miðbænum og því yfirbragði sem þar er á byggðinni.

Skortur á sögulegri skírskotun

„Við eigum ekki mikið af arkitektúr sem hægt er að kalla sögulegan, hefðbundinn og fagurfræðilegan; arkitektúr sem endurspeglar einhverja sérstaka sögu eða menningu okkar. Raunar er hlutfall slíkra bygginga lægst á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Miðbærinn í Reykjavík, og þar með borgin öll, einkennist af hinu smáa, gamla og fíngerða. Þess vegna eigum við að styrkja það frekar en að vega að því,“ segir Sigmundur Davíð.

Hann segir að á reitum sem þessum í erlendum borgum hafi annaðhvort verið byggt eftir arkitektúr sem tekur mið af tísku í samtímanum, en lagar sig að eldri byggð í efnisnotkun, eða í sígildum stíl.

Spurður hvorn kostinn hann kjósi í fyrirhugaðri byggð á Hafnartorgi segir Sigmundur Davíð að hér á landi sé enn meiri þörf en í erlendum borgum fyrir að styrkja byggð sem hefur sögulega skírskotun.

Hann segir byggingar geta litið öðruvísi út þegar upp er staðið en þær gera á tölvumyndum, sem sýna fólk léttklætt í góðu veðri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert