Sýnikennsla á landreki í Eldvörpum

Hluti gíganna í Eldvörpum.
Hluti gíganna í Eldvörpum.

Rann­sókn­ar­bor­hol­ur HS orku við Eld­vörp gætu orðið tvær upp í fimm tals­ins og ef ár­ang­ur af þeim er já­kvæður má gera ráð fyr­ir að farið verði í að virkja á svæðinu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem svæðið er rann­sakað, því lít­il bor­hola hef­ur verið þar síðan 1983, en meðal ann­ars er reiknað með því að önn­ur dýpri hola verði gerð á sama stað. Þetta kall­ar þó allt á að fleiri bor­plön verði reist, eða eitt fyr­ir hverja bor­holu auk þess sem áætlað er að veg­slóðum verði breytt í vegi. Þetta segja for­svars­menn HS Orku um vænt­an­lega vinnslu á svæðinu.

Mbl.is fjallaði í fyrri grein um grun­vall­ar ástæður þess að tek­ist er á um rann­sókn­ar­hol­urn­ar og mögu­lega virkj­un, en þar tak­ast á sjón­ar­mið um­hverf­is­vernd­ar og HS Orku. Tel­ur HS Orka sjón­ar­mið beggja aðila rúm­ast sam­an í tengsl­um við fram­kvæmd­ina meðan mót­mæli um­hverf­issinna hafa miðað að því að fjölg­un bor­hola þýði breytt ásýnd svæðis­ins þar sem ein­stakri gíga­mynd á svæðinu verði fórnað.

Bor­hola og veg­ur þegar á staðnum

Áætlað rann­sókn­ar­svæði í Eld­vörp­um er aðeins 3 kíló­metra vest­an við Bláa lónið og um 5 kíló­metr­um frá Svartsengi, þar sem HS Orka er með aðra jarðvarma­virkj­un. Aðdrag­andi fram­kvæmd­anna er nokk­ur, en fyrsta bor­hol­an, sem kall­ast EG-2, var boruð árið 1983. Er hún staðsett milli tveggja gíga í gígaröðinni og var lagður veg­slóði þar að á sín­um tíma. Ef áform HS Orku ganga eft­ir verður slóðinn einnig nýtt­ur til að kom­ast lang­leiðina að hinum fjór­um borpöll­un­um sem setja á upp.

Núverandi borplan EG-2 borplansins og væntanleg stækkun þess. Nærstaddir gígar …
Nú­ver­andi borpl­an EG-2 borplans­ins og vænt­an­leg stækk­un þess. Nærstadd­ir gíg­ar eru merkt­ir með rauðu.

Hingað til hef­ur EG-2 hol­an verið lát­in duga sem mæl­ing­ar­hola og fylgst með henni sam­hliða Svartsengi. Sam­kvæmt Ásbirni Blön­dal, fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs HS Orku, hef­ur hún meðal ann­ars verið notuð til að greina sam­teng­ingu milli Svartseng­is og Eld­varpa.

Sama fyr­ir­tæki með auðlinda­stefnu og skýrslu HS Orku

Árið 2009 hóf HS Orka aft­ur á móti viðræður við Grinda­vík um skipu­lags­mál svæðis­ins og í kjöl­farið fór Grinda­vík að vinna að þeim mál­um. Fljót­lega var þó ákveðið að setja skipu­lags­breyt­ing­ar í hraun­inu á bið þangað til auðlinda­stefna bæj­ar­ins lægi fyr­ir.

Í apríl 2010 var svo auðlinda­stefn­an samþykkt í bæj­ar­stjórn og hófst þá vinna við aðal­skipu­lag sem var samþykkt í maí 2012. Frá þeim tíma­punkti og til loka árs 2014 var unnið að deili­skipu­lagi fyr­ir rann­sókna­bor­an­ir á svæðinu og var í janú­ar 2014 kynnt frummats­skýrsla VSO ráðgjaf­ar fyr­ir HS Orku um mat á um­hverf­isáhrif­um vegna bor­an­anna. Hafði VSO áður einnig komið að gerð auðlind­ar­stefnu Grinda­vík­ur. Í frummats­skýrsl­unni kem­ur fram að í henni sé ekki verið að meta virkj­un held­ur aðeins til­rauna­bor­an­ir.

Þá seg­ir að lögð sé áhersla á að draga eins og kost­ur er úr raski á hrauni og með það fyr­ir aug­um hafi verið fallið frá áætl­un um sjötta borplanið þannig að slóðagerð verði lág­mörkuð. Þá er sagt að heildarrask fram­kvæmd­anna verði á bil­inu 15 þúsund til 23 þúsund fer­metr­ar, en heild­ar­flat­ar­mál Eld­varpa­hrauns­ins er 20 millj­ón fer­metr­ar (20 fer­kíló­metr­ar).

Tímalína framkvæmda og skipulagsmála í Eldvörpum.
Tíma­lína fram­kvæmda og skipu­lags­mála í Eld­vörp­um. Mynd/​mbl.is

Um­hverf­isáhrif­in óveru­leg nei­kvæð upp í tals­vert nei­kvæð

Heild­arniðurstaða mats­skýrsl­unn­ar um um­hverf­isáhrif vegna fram­kvæmd­anna er að þau verði ekki um­tals­vert um­hverf­isáhrif: „Áhrif fram­kvæmda á ein­staka um­hverf­isþætti eru met­in óveru­leg nei­kvæð í öll­um til­fell­um nema hvað varðar lands­lag og hljóðvist þar sem áhrif­in eru met­in tals­verð nei­kvæð. Heild­arniðurstaðan er að áhrif fram­kvæmd­ar­inn­ar séu á bil­inu óveru­leg til tals­verð nei­kvæð. Fram­kvæmd­in kem­ur ekki til með að hafa um­tals­verð um­hverf­isáhrif í skiln­ingi laga nr. 106/​2000 um mat á um­hverf­isáhrif­um.“

Virkj­ana­fram­kvæmd­ir hefði um­tals­verð um­hverf­isáhrif

Í lok janú­ar þetta sama ár sendi Um­hverf­is­stofn­un frá sér um­sögn um frummats­skýrslu VSO. Þar seg­ir meðal ann­ars: „Við fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir mun verða enn frek­ari rösk­un á lands­lags­heild sem sam­an­stend­ur af gíg­um og hraun­um. Fram­kvæmd­in mun hafa nei­kvæð áhrif á lands­lag vegna borpl­ana og vænt­an­legra lagna vegna legu þeirra um hraun og ná­lægðar við eld­vörp. Fram­kvæmd­in er inn­an svæðis nr. 106 á nátt­úru­m­inja­skrá og er svæðið á skránni m.a. vegna stór­brot­inn­ar jarðfræði. Að auki var svæðið á nátt­úru­verndaráætl­un 2004-2008 en sérstaða svæðis­ins hef­ur verið met­in mik­il og þá sér í lagi hvað varðar jarðmynd­an­ir.“ 

Þá er bent á að í þings­álykt­un um nátt­úru­verndaráætl­un fyr­ir 2009-2013 segi að „hvergi ann­ars staðar sé að finna eins glögg merki um jarðhrær­ing­ar í jarðskorp­unni eins og á þessu svæði.“ Niðurstaða Um­hverf­is­stofn­un­ar er einnig á þann veg að áhrif­in verði tals­vert nei­kvæð vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar. Þá er komið inn á að ef niðurstaða bor­ana verði já­kvæð og farið verði í virkj­un þá verði áhrif­in meiri. „Slík niðurstaða rann­sókna­bor­ana myndi hafa um­tals­verð um­hverf­isáhrif í för með sér þar sem lítt röskuðu hrauni og gígaröð sem tal­in eru fátíð á Reykja­nesskaga yrði raskað á óaft­ur­kræf­an hátt,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Núverandi borpallur EG-2, sem er á milli tveggja gíga í …
Nú­ver­andi bor­pall­ur EG-2, sem er á milli tveggja gíga í gígaröðinni. Hol­an var boruð árið 1983.

Eng­inn kærði fram­kvæmda­leyfið

Í mars á síðasta ári var svo nýtt deili­skipu­lag fyr­ir svæðið kynnt og í nóv­em­ber var fram­kvæmda­leyfi fyr­ir bor­un­ina aug­lýst af Grinda­vík. Kæru­frest­ur var til 5. des­em­ber, en eng­in kæra barst vegna máls­ins. 

Mbl.is bað Kristján Jónas­son, jarðfræðing hjá Nátt­úru­fræðistofn­un, að út­skýra jarðsögu og gildi svæðis­ins í ljósi þeirra deilna sem uppi eru um frek­ari bor­an­ir á svæðinu. Seg­ir Kristján að um sé að ræða gjall­g­íga sem hafi mynd­ast í eld­gos­um á 13. öld. Al­mennt séu svona gíg­ar sér­stök fyr­ir Ísland og menn komi hingað til lands til þess að sjá svona fyr­ir­bæri.

Góður staður til að sjá hvernig land­rekið virk­ar

Sam­bæri­lega staði seg­ir Kristján ða helst megi í Gjástykki, Lakagíg­um og á Veiðivatna­svæðinu. Þá seg­ir hann að um sé að ræða svo gott sem óraskaða gígaröð sem standi á jafn­sléttu. „Það er dæmi­gert fyr­ir land­rek og góður staður til að sjá hvernig land­rekið virk­ar,“ seg­ir hann.

„Það eru ekki sam­bæri­leg­ar heil­ar gíg­araðir á suðvest­ur­horn­inu eða Reykja­nesi,“ seg­ir Kristján aðspurður um hvort röðin sé ein­stök fyr­ir svæðið. Bæt­ir hann við að búið sé að skemma meiri­hluta slíkra staða á Reykja­nesi með efnis­töku.

Gufan sem stígur upp úr hrauninu á ákveðnum stöðum getur …
Guf­an sem stíg­ur upp úr hraun­inu á ákveðnum stöðum get­ur sett töfr­andi blæ á um­hverfið. Mynd/​Ell­ert Grét­ars­son

Frek­ari bor­un myndi draga úr aðdrátt­ar­afli staðar­ins

Með frek­ari bor­un­um á staðnum eða virkj­un seg­ir Kristján að það myndi draga veru­lega úr aðdrátt­ar­afli fyr­ir ferðamenn til að skoða staðinn. „Fólk kem­ur ekki oft til Íslands til að skoða virkj­an­ir held­ur vill það lítt snortna nátt­úru,“ seg­ir hann og bæt­ir við að ein­falt væri að gera enn meira úr svæðinu og jarðfræðilegri merk­ingu þess. Seg­ir hann teng­ingu þess við vís­ind­in og vís­inda­sög­una til dæm­is sterka og að með svipað gos í Kröflu­eld­um hafi loks land­reks­kenn­ing­in verið staðfest um að landið væri að gliðna.

Kristján tek­ur fram að gígaröðin við Eld­vörp sé ekki jafn til­komu­mik­il og Lakagíg­ar, en þó sé um að ræða stað sem sé ná­lægt höfuðborg­inni og mik­illi um­ferð t.d. ferðamanna. „Þarna er fórnað merk­um jarðminj­um fyr­ir til­tölu­lega litla viðbót við Svartsengi,“ seg­ir Kristján að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka